Rögnvaldur Jónsson var kosinn skotíþróttamaður ársins hjá félaginu, hann hefur stundað bæði leirdúfu og riffilmót í sumar og haust og þá bæði innanfélags sem utan má þar nefna í Reykjavík Akureyri og Húsavík.
Hann hefur einnig unnið ötull að uppiggingu félagsins og er í stjórn þess.
Nú eru skráðir félagsmenn orðnir 110 í félaginu og er það alveg frábært, enda árgjaldið ekki nema 6.000kr
Við viljum fá sem flesta inní félagið því fleiri því betra og sameinaðir getum við framkvæmt meira.
Í sumar komum við upp öðrum 5 palla skotvelli og gerðum 200M færi á skotsvæðinu við múlagöng.
Nú erum við að byrja að vinna í kjallara Menntaskólans á Tröllaskaga en þar ætlum við að skjóta með Loftbyssum og 22calibera byssum á veturna og vonumst við að fá fólk til að koma og prufa þegar aðstaðan verður orðin viðunandi.
Óskar Gísla og Ingimundur Sigurðs eru umsjónarmenn innisvæðis og er hægt að fá nánari upplýsingar hjá þeim.