Skotfélag Ólafsfjarðar

Skotfélag Ólafsfjarðar

Vélsm ÓF

Fréttir

Úrslit afmælismótsins 14.08.2013

Skotfélag Ólafsfjarðar varð 24. ára í gær, miðvikudaginn 14. ágúst 2013


Í tilefni dagsins var haldið mót í sporting en skotnar voru 75 dúfur.

Mætingin hefur verið betri en í gær en 7 skyttur mættu til leiks en við fengum einn gest frá Reykjavík en Þórir Ingi Friðriksson úr Skotreyn skellti sér úr sumarbústað á Þverá í bæinn og ákvað að skella sér á eitt stykki mót.

Veðrið var með besta móti en var orðið nokkuð dimmt í lok móts og erfitt að sjá dúfurnar.

En Kristinn Ingi Valsson hélt áfram að sigra en hann sigraði örugglega með 61/75.  Annar varð nýliðinn Jón Ingi Ólason með 58/75 en gaman er að sjá hvað nýju strákunum í skotfélaginu hefur farið fram. En þriðji var Þórir úr Skotreyn með 56/75 en hann var að skjóta á svæðinu í fyrsta skipti og er aldrei að vita hvort hann hefði endað ofar ef hann hefði fengið einn æfingarhring fyrir mót.

Bráðabana þurfti svo til að fylla fjórða sætið en Finnur og Jón Gunnar voru jafnir með 54/75 en Finnur sigraði bráðabana með 4/4 en Jón Gunnar var með 3/4.

Skotfélagið óskar strákunum til hamingju með árangurinn.

Frekari úrslit má sjá HÉR
Myndir má sjá HÉR


Hlað
skó
Brimnes hotel

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning